Fréttasafn

Nú er það svart!

Nú er það svart! Nú er myrkrið svart og ástæða til að minna á notkun endurskinsmerkja. Foreldrar eru beðnir að huga sérstaklega að því að börn séu með endurskinsmerki, mörg ganga í skólann og þá er nú betra að sjást í myrkrinu. Ef engin endurskinsmerki eru til á heimilinu, eigum við eitthvað hér á hreppsskrifstofunni af merkjum frá TM sem allir geta fengið sem vantar, og getum útvegað meira ef þarf. Sjáumst! :)

Hangilærið, 14. sept. 2016

Það er hverri þjóð bráðnauðsynlegt að vita hvaðan hún kemur, þekkja sögu sína og menningu, það sem gerir hana að þjóð. Sauðfjárrækt er samofin sögu Íslands allt frá upphafi byggðar og ætli innsti kjarni sögu okkar og menningar sé ekki falinn í blessuðu hangilærinu og lopapeysunni.

Brotið, heimildarmynd um Dalvíkursjóslysin 1963

Brotið, heimildarmynd um Dalvíkursjóslysin 1963

Bleik messa í Laufási

Bleik messa verður í Laufáskirkju sunndagskvöldið 6. nóvember kl. 20.00.

Rjúpnaskyttur athugið

Veiðimenn vinsamlegast athugið, að eins og undanfarin ár er Þengilhöfði alfriðaður fyrir rjúpnaveiði. Hvammslandið er áfram í útleigu og óviðkomandi bönnuð veiði þar. Áfram er frjáls aðgangur að Grenivíkurfjalli en vinsamlegast athugið að þar er óæskilegt er að nota blýhögl vegna vatnsverndar vatnsbóla Grenivíkur. Veiðimenn eru hvattir til að sýna hófsemi í veiðum, og fara að lögum og reglum í hvívetna.

Alþingiskosningar 29. október 2016

Kosið verður í Grenivíkurskóla og hefst kjörfundur kl. 11.00

Kjörskrá - kosningar

Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fara fram 29. október n.k., liggur nú frammi á skrifstofu Grýtubakkahrepps.

Kórsöngur gleður andann

Vetrarstarf kirkjukórs Laufás- og Grenivíkursóknar er nú hafið. Búið er að dusta rykið af jólalögunum og nýbyrjað að æfa fyrir aðventuna.

Opnunartímar Kontorsins

Kontorinn er opinn eins og hér segir:

Útivistarreglur barna og unglinga í Grýtubakkahreppi

Útivistarreglur barna og unglinga í Grýtubakkahreppi eru svohljóðandi;