Tjaldstæði

Tjaldstæðið á Grenivík er við Kirkjuveg, rétt neðan við sundlaug Grýtubakkahrepps og Grenivíkurskóla. Þar er nýtt aðstöðuhús, byggt árið 2011 með rennandi kaldu vatni, snyrtingum einnig fyrir fatlaða, vöskum með heitu og köldu vatni til að þvo upp leirtau.  Aðgangur er að rafmagni á tjaldstæðinu, rólur og sandkassi fyrir börnin, annars er stutt að fara á leiksvæðið við Grenivíkurskóla.

Húsvörður íþróttamiðstöðvar, Ingvar Þór Ingvarsson og starfsfólk sundlaugar sér um að þjónusta tjaldstæðið á afgreiðslutíma sundlaugarinnar.

Sími 414-5420, húsvörður 863-4279
Netfang: ingvar@grenivikurskoli.is  

Gestir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við húsvörð eða starfsfólk sundlaugar við komu á tjaldstæðið.