Sögufélag Grýtubakkahrepps

Sögufélag Grýtubakahrepps var stofnað 2007 til að halda utan um varðveislu gamalla mynda úr hreppnum. Búið er nú að skanna og skrá á þriðja þúsund mynda og unnið að því að koma safninu í aðgengilegt form. Árlega heldur félagið sýningu á einhverju myndaþema úr safninu í sambandi við Grenivíkurgleði.

Markmið félagsins er „að safna saman og varðveita í aðgengilegu formi hvers konar fróðleik og heimildir er snerta sögu byggðarlagsins í töluðu eða rituðu máli og myndum og gera nákvæma skrá yfir allt sem ritað hefur verið um menn og málefni, ástand og atburði í Grýtubakkahreppi.“

Seint verður öllu náð saman en til er allítarleg ritaskrá hjá félaginu.