Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Heilsugæslan á Grenivík er staðsett í Túngötu 2, hægri inngangur hússins.

Allar tímapantanir fara fram í gegnum Heilsugæslustöðina á Akureyri í síma 432 4600 á milli 08:00-15:30 alla virka daga.

Móttaka lækna
Mánudaga kl. 9:20 - 11:00
Fimmtudaga kl. 9:20 - 11:00 

Læknarnir hafa ekki símatíma en hægt er að senda fyrirspurn til þeirra á Heilsuvera.is og með því að hafa samband við hjúkrunarfræðing.

Hjúkrunarfræðingur er með móttöku á heilsugæslustöðinni á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 09:00 - 11:00.

Vinnutími hjúkrunarfræðings er:

Mánudaga kl. 08:00 - 15:00

Þriðjudaga, miðvikudag og fimmtudaga kl. 08:00 - 14:00.

Föstudaga er frí.

Hægt er að ná í hjúkrunarfræðing á vinnutíma í síma 894-8981, 432-4455 eða netfangið sesselja.bjarnadottir@hsn.is. Hjúkrunarfræðingur bókar sjálfur tíma í sína móttöku.

Gott er að nota Heilsuveru.is til að endurnýja lyf, koma stuttum skilaboðum til lækna og fá niðurstöður úr rannsóknum.

Minni á að hægt er að ná í hjúkrunarfræðing allan sólarhringinn í vaktsímann 1700.

Þjónusta HSN á Akureyri tekur við eftir að vinnutíma hjúkrunarfræðings á HSN á Grenivík lýkur. Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.hsn.is/is

Bráðadagvakt HSN á Akureyri:

Virka daga kl. 14:00 - 18:00

Helgar kl. 10:00 - 14:00

Panta þarf tíma á bráðadagvaktina í síma 432-4600