Íþróttafélagið Magni

Meistaragleði

Nokkrir sveitastrákar stofnuðu Íþróttafélagið Magna sumarið 1915 á túnbletti neðan við Skarð í Dalsmynni af því að tveir þeirra áttu „hnött“ sem gaman var að leika sér með. Þar stakk hún sér niður bakterían sem hefur grasserað síðan.

Kringum fótbolta hefur líf og starf Magna snúist í hundrað ár. Aðrar íþróttir hafa lítið komist að. Mætti þó nefna að unglingar Magna létu verulega að sér kveða í borðtennis og frjálsum íþróttum á árunum kringum 1990.

Fyrstu áratugina var Magni með eitt besta knattspyrnulið á Norðurlandi, svo kom lægð í starfsemina um miðja öldina en komst aftur á skrið þegar fyrsti knattspyrnuþjálfarinn var ráðinn 1971.

 

 

Mars 2018