Ferðafélagið Fjörðungur

Keflavík Látur Þönglabakki

Ferðafélagið Fjörðungur hafði legið í dvala í mörg ár þegar það var endurreist 2006 til að taka við eignarhaldi á skálum í Keflavík, á Þönglabakka og Látrum. Þessi hús voru reist sem skipbrotsmannaskýli um miðja síðustu öld en höfðu sem betur fer aldrei verið notuð sem slík heldur aðeins sem sæluhús ferðamanna í vaxandi umferð slíkra. Mikil þörf var orðin á viðhaldi á þeim og þau voru orðin baggi á Björgunarsveitinni Ægi sem vildi losna við þau úr sinni umsjá. Frá eignaskiptunum var formlega gengið 2009.

Skálinn á Látrum var lítill og ónýtur og 2007 var hann rifinn og nýtt bjálkahús reist á sama grunni. Árið eftir var farið í að rífa allt innan úr Þönglabakkaskálanum og endurnýja. Keflavíkurskálinn er eins og hann hefur alltaf verið; frumstæður fjallakofi.

Félagið selur gistinætur í þessum skálum og að auki í sæluhúsinu á Gili sem var í eigu Grýtubakkahrepps. 2018 er verið að setja upp nýjan skála í Gili á vegum Ferðafélagsins Fjörðungs.

Allar frekari upplýsingar á vef Ferðafélagsins Fjörðungs, www.ferdafjordungur.is

Gistingu í skálum félagsins má panta hjá Önnu Báru Bergvinsdóttur. Sími 463 3220 eða 894 3220. Netfang annab@mi.is