Hjúkrunarheimilið Grenilundur

Hjúkrunarheimilið Grenilundur
Túngötu 2
Sími: 464-8400
Netfang: grenilundur@grenivik.is

Forstöðumaður: Fjóla Stefánsdóttir, gsm: 863-8414.

Grenilundur sambýli aldraðra á Grenivík var byggt árið 1997-1998 og fyrstu íbúar fluttu inn í september 1998. Heilsugæslan á Grenivík var byggð í sama húsi og er staðsett í norð-austur enda hússins. Á Grenilundi búa að jafnaði 10 íbúar. Níu íbúar eru með fasta búsetu og eitt skammtímarými. Grenilundur þjónar miklivægu hlutverki í sveitarfélaginu, bæði fyrir aldraða og einnig hvað atvinnumöguleika varðar.

Heimilislegt andrúmsloft og umhverfi er kjarninn í öllu starfi á Grenilundi. Þetta svipar mikið til Eden hugmyndafræðinnar en hún hefur það að markmiði að sporna gegn einmannaleika, hjálparleysi og leiða. Hver íbúi hefur stórt herbergi út af fyrir sig með baði. Heimilisfólk er virkjað í ýmis störf ef geta er fyrir hendi og löngun en það getur líka verið út af fyrir sig ef það vill. Starfsfólkið vinnur með kærleika og vináttu að leiðarljósi.

Allar frekari upplýsingar veitir Fjóla Stefánsdóttir forstöðumaður á Grenilundi í síma 464-8400.

 

Uppfært febrúar 2024