Bílferð um Látraströnd

Bílferð um Látraströnd - Þokkalega góður jeppavegur liggur út Látrastönd alveg út að Grímsnesi, næstysta bæ á ströndinni. Leiðin er um 15 km. frá Grenivík. Látraströndin er brött og hrikaleg en kemur mörgum á óvart fyrir grösugt undirlendi. Þar er að finna afar fjölbreytta flóru. Vegurinn liggur framhjá bæjarrústum í Hringsdal, á Svínárnesi, Miðhúsum og Skeri og endar á hlaðinu á Grímsnesi. Á sumrin má víða finna gott berjaland á Látraströnd.