Pólarhestar

hestar

Pólarhestar -er hestaleiga sem hefur verið starfandi frá árinu 1985 og býður langar og stuttar hestaferðir um Höfðahverfi, Fjörður, Látraströnd og austur í Þingeyjarsýslu. Þar eru yfir 100 hestar á járnum og hestar við allra hæfi. Boðið er upp á styttri ferðir frá 1 klst. til hálfsdags (Kaffi og kökur innifalið eftir reiðtúr), dagsferðir 6 klst. (Samlokur í nesti og kaffi og kökur eftir reiðtúr innifalið) og lengri ferðir.  Pólar Hestar eru á Grýtubakka II við austanverðan Eyjafjörð í Grýtubakkahreppi, við þjóðveg 83 í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri og aðeins 5 mínútna akstursfjarlægð frá Grenivík. Panta þarf fyrirfram í ferðir í síma 463-3179 / 893-1879 Stefán / 896-1879 Juliane.

Allar upplýsingar er að finna á heimasíðunni; www.polarhestar.is