- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Til að komast út á Sveigsfjall er best að fara upp Grenivíkurfjall og taka stefnuna í norður, upp á Stórafjall og áfram sem leið liggur út eggina út á Sveigsfjall. Hæsti hluti leiðarinnar fer yfir 900 m en Sveigsfjall sjálft á norðurenda fjallgarðsins er nokkru lægra. Sé farið norður af fjallinu er komið niður í Gil. Einnig er hægt að fara austur af því og koma niður á Hávörður. Þangað er hægt að láta sækja sig á bíl eða ganga til baka inn Leirdalsheiði. Í þessa ferð þarf að ætla sér góðan tíma því þetta er talsverð vegalengd. Annar möguleiki er sá að fara í bíl út á Hávörður og ganga þaðan á fjallið og sömu leið til baka eða þá inn eftir egginni, öfugt við leiðina sem áður var lýst.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Túngötu 3, 610 Grenivík
Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá kl: 10:00-15:00 - Kt: 580169-2019