Hreyfing - Eldri borgarar.

Hreyfiúrræði á vegum Félags eldriborgara í Grýtubakkahreppi.

Leikfimi á þriðjudögum kl. 16:00-17:00 og á laugardögum kl 10:00 í íþróttasal Grenivíkur yfir vetratímann.

Gönguferð á fimmtudögum kl 10:00-11:00 allt árið um kring.

Gönguferð á þriðjudögum yfir sumartímann kl. 10:00-10:30.

 

Íþróttamiðstöð Grýtubakkahrepps og sundlaug Grenivíkur.

Gjaldfrjálst er í líkamsræktina á Grenivík fyrir 67+ og er hún opin frá kl. 7:00-18:30 á virkum dögum og frá kl. 8:00-19:00 um helgar.

Veittur er 50% afsláttur fyrir 67+ í sundlaguina á Grenivík.

Opnunartími sundlaguar má finna hér

Á Facebook síðu sundlaugarinnar koma reglulega inn myndir og tilkynningar.

 

Sundleikfimi.

Sundleikfimi er á fimmtudögum frá kl. 16:00-17:00 í umsjón Þóreyjar Aðalsteinsdóttur.