Ganga á Grenivíkurfjall

grenivikurfjallFjallið ofan við Grenivík, sunnan við Kaldbak, heitir Grenivíkurfjall. Gangan upp er auðveld, yfir móa og mela og þarf ekki endilega að velja einhverja sérstaka leið. Þar uppi í 500 m hæð blasir allur fjörðurinn við augum. Ef menn vilja ekki fara sömu leið til baka er skemmtilegt að ganga suður eftir fjallinu og koma niður hjá Hvammi.