Kirkjukór Grenivíkur- og Laufássprestakalls

Kirkjukór Grenivíkurkirkju var stofnaður haustið 1943 og hefur starfað óslitið síðan með nokkrum hæðum og lægðum þó. Kórinn hefur gegnum tíðina haldið nokkrar söngskemmtanir innan sveitar og utan og jafnvel farið í söngferðir til Norðurlandanna.

Söngstjórar hafa aðeins verið fjórir, Anna Jónsdóttir, Baldur Jónsson, Björg Sigurbjörnsdóttir og Petra Björk Pálsdóttir.

Síðustu ár hefur kórinn verið í góðu samstarfi með Kirkjukór Svalbarðskirkju og styrkir hvor kórinn annan við kirkjuathafnir.