Bílferð á Flateyjardal

flateyardalurBílferð á Flateyjardal - Frá Grenivík eru um 18 km. að Þverá í Dalsmynni þar sem vegurinn liggur frá þjóðveginum um Flateyjardalsheiði út á Flateyjardal. Frá Þverá út að Vík á Flateyjardal eru um 35 km. Vegurinn er fær flestum bílum en ár sem þarf að fara yfir geta orðið ófærar fólksbílum. Miðja vegu eru Heiðarhús, vistlegt sæluhús þar sem hægt er að fá gistingu gegn gjaldi. Á þessari leið er tignarlegt landslag og eyðibyggð með mikla sögu. Nokkur býli voru á heiðinni en mest var byggðin úti við sjó.