Rjúpnaskyttur athugið

Veiðimenn vinsamlegast athugið, að eins og undanfarin ár er Þengilhöfði alfriðaður fyrir rjúpnaveiði.
Hvammslandið er áfram í útleigu og óviðkomandi bönnuð veiði þar.  
Áfram er frjáls aðgangur að Grenivíkurfjalli en vinsamlegast athugið að þar er óæskilegt er að nota blýhögl vegna vatnsverndar vatnsbóla Grenivíkur.
Veiðimenn eru hvattir til að sýna hófsemi í veiðum, og fara að lögum og reglum í hvívetna.