Nú er það svart!

Nú er myrkrið svart og ástæða til að minna á notkun endurskinsmerkja.  Foreldrar eru beðnir að huga sérstaklega að því að börn séu með endurskinsmerki, mörg ganga í skólann og þá er nú betra að sjást í myrkrinu.

Ef engin endurskinsmerki eru til á heimilinu, eigum við eitthvað hér á hreppsskrifstofunni af merkjum frá TM sem allir geta fengið sem vantar, og getum útvegað meira ef þarf.

Sjáumst!  :)