Jarðskjálftahrina á Norðurlandi - áhrif jarðskjálfta á vátryggð verðmæti

Samkvæmt samningi NTÍ við Jarðskjálftamiðstöðina á Selfossi, fær NTÍ mælingar úr svokölluðu hröðunarmælakerfi. Kerfið mælir yfirborðshröðun af völdum jarðskjálfta og samanstendur af mælum sem staðsettir eru á Norðurlandi, Suðurlandi og á Reykjanesi. Yfirborðshröðun (% af g, m.ö.o. hlutfall af þyngdarhröðun jarðar) er algengasti mælikvarðinn til að meta álag sem húseignir og innbú (lausafé) verður fyrir í jarðskjálftum. Hægt er að nota slíkar mælingar til að áætla hvort líklegt sé að tjón hafi orðið.