- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórn staðfesti fjárhagsáætlun næsta árs og 3ja ára áætlun fyrir árin 2027 - 2029, á fundi sínum 8. desember sl.
Reiknað er með að samstæða A og B hluta skili tæplega 25 millj.kr. afgangi 2026 og að fjárfesting ársins brúttó verði tæpar 110 millj.kr. Ber hæst að hafinn er undirbúningur að stækkun leikskólans og áformað að hún komi til framkvæmda í áföngum á næstu árum.
Vistunargjöld leikskóla verða áfram óbreytt en annars hækka gjaldskrár almennt um 3,5%, sorphirðugjöld þó meira.
Frekari upplýsingar um rekstur og fjárfestingar, sem og áætlunina sjálfa er að finna hér.