- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórn staðfesti á fundi sínum 12. desember 2019, fjárhagsáætlun fyrir árin 2020 – 2023. Reksturinn er áfram með sama sniði og er gert ráð fyrir tekjuafgangi 2020 upp á 6,3 millj.kr.
Fjárhagsstaðan er traust, skuldir mjög hóflegar og hafa farið lækkandi þrátt fyrir fjárfestingar. Á árinu 2020 er áætlað að eignfærð fjárfesting nemi 77 mkr. Þar vegur þyngst nýtt malbik á Ægissíðu og síðan fjárfesting í sundlauginni, ný setlaug og buslulaug. Gert er ráð fyrir nýrri lántöku á árinu upp á 40 mkr.
Á liðnu ári hefur verið fjárfest minna en árin á undan eða fyrir innan við 20 mkr., stærsta einstaka fjárfestingin var kaup á hjólaskóflu. Engin lán voru tekin á árinu heldur var greitt upp lán vegna leiguíbúðar sem var seld.
Gjaldskrár hækka að jafnaði um 2 - 3% á árinu 2020. Þó er vert að nefna að vistunargjöld í leikskóla og skólavistun verða óbreytt og hafa verið það síðan 1. janúar 2016, einnig hafa gjöld vegna fæðis verið óbreytt síðan 1. jan 2017 og verða áfram. Ekki hækkar heldur í sund fyrir börnin. Námsgögn verða áfram frí við Grenivíkurskóla og frístundastyrkur hækkar úr kr. 27.500 í kr. 30.000 á næsta ári. Er þetta allt til marks um stefnu sveitarstjórnar um fjölskylduvænt samfélag og þjónustu í fremstu röð fyrir íbúana.
Helstu forsendur fjárhagsáætlunar eru þessar:
Fjárhagsáætlun áranna 2020 – 2023 í heild er að finna í þessu pdf-skjali.