Byggðakvóti 2017/2018

Umsóknarfrestur um byggðakvóta er til og með 7. febrúar.
Umsóknarfrestur um byggðakvóta er til og með 7. febrúar.

Í dag hefur Fiskistofa auglýst til úthlutunar byggðakvóta til skipa sem skráð eru í Grýtubakkahreppi.  Í ár koma 37 þorskígildistonn til úthlutunar en sveitarstjórn gerði tillögu um úthlutunarreglu sem er óbreytt frá fyrra ári, lesa má um regluna í fundargerð.

Útgerðarmönnum sem áhuga hafa er bent á að ganga frá umsóknum á vef Fiskistofu, allar upplýsingar er þar að finna og er slóðin á auglýsingu Fiskistofu hér.  Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar.