Almennur íbúafundur 5. október

Það haustar
Það haustar

Sveitarstjórn boðar til almenns íbúafundar fimmtudaginn 5. október í matsal Grenivíkurskóla kl. 20:00.

Á fundinum verður m.a. kynnt skipulagstillaga á vinnslustigi vegna aðalskipulagsbreytingar er varðar verslunar- og þjónustusvæði við Akurbakkaveg.  Frekari upplýsingar um tillöguna er að finna hér.

Farið verður yfir rekstur og framkvæmdir sveitarfélagsins og þá mun Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmactica kynna fyrirtækið og þær breytingar og tækifæri sem nýtt og glæsilegt verksmiðjuhús skapar.

Íbúar eru hvattir til að mæta vel, fræðast um sveitarfélagið og taka virkan þátt í þróun þess og mótun.