Tillaga að breytingu aðalskipulags vegna ferðaþjónustu

Verslunar- og þjónustusvæði við Akurbakkaveg, Grenivík – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi vegna aðalskipulagsbreytingar

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum 4. september sl. að vísa skipulagstillögu, vegna breytingar á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022, í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsverkefnið snýr að því að gera grein fyrir nýjum verslunar- og þjónustusvæðum við Akurbakkaveg. Í breytingunni felst að legu Akurbakkavegar er breytt og athafnasvæði 126A er breytt í verslunar- og þjónustusvæði 126VÞ. Þá er afmarkað nýtt verslunar- og þjónustusvæði 118VÞ norðan Akurbakkavegar auk þess sem mörk hafnarsvæðis 120H og gatna flytjast lítillega. Breytingin er til komin vegna áforma um ferðaþjónustu á svæðinu.

Skipulagstillagan er aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins, Túngötu 3, 610 Grenivík frá 28. september til 12. október 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, HÉR  og á vef Skipulagsgáttar undir málsnúmeri 643/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til fimmtudagsins 12. október 2023 til að gera athugasemdir við tillöguna. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Tillagan verður kynnt á almennum íbúafundi sem verður haldinn fimmtudaginn 5. október kl. 20:00 í matsal Grenivíkurskóla.

Skipulagsfulltrúi