Vodafone virkjar mastrið í Laufási

Í dag ræsti Vodafone senda í nýja mastrinu í Laufási.  Nokkur bið varð á uppsetningu senda, en fyrir vikið endaði þetta með 4G þjónustu og verður gríðarleg framför í Höfðahverfi og Dalsmynni.  Ættu með þessu dauðir punktar á Grenivíkurvegi að heyra sögunni til.
Lengi hefur verið unnið að þessu verkefni og fagnaðarefni fyrir íbúa að fá gott 4G farsímasamband á svæðið.