Vinnuskólinn lýkur störfum

Aftari röð frá vinstri: Klara Sjöfn, Karol Brynja, Anna Kristín og Friðfinnur Már.  Fremri röð: Agne…
Aftari röð frá vinstri: Klara Sjöfn, Karol Brynja, Anna Kristín og Friðfinnur Már. Fremri röð: Agnes flokksstjóri, Friðrik Ingi og Gunnar Berg. Rebekka Sól var því miður fjarverandi.

Vinnuskóli var starfræktur að venju í sumar.  Óvenju fáir unglingar sóttu um vinnu og er það til marks um þenslu og gott atvinnuástand.

Flokksstjóri var Agnes Birta Stefánsdóttir, og fór hún fyrir sjö manna vöskum hópi unglinga sem unnu að fegrun og snyrtingu hér á Grenivík.

Myndin var tekin morgun einn í síðustu viku þegar hópurinn gerði sér glaðan dag í blíðviðrinu áður en sumarstarfið var alveg úti.

Við þökkum Agnesi og unglingunum kærlega fyrir þeirra góða starf í sumar hér á Grenivík.