VEÐURVIÐVÖRUN!

Íbúar athugið.

Reiknað er með austan roki með mikilli úrkomu hér við Eyjafjörð með allt að 42 mtr í kviðum frá kl. ca 6 eða 7 í fyrramálið fram um hádegi.

Vegum verður almennt lokað í firðinum kl.6.00, trúlega verða þeir þó þá þegar orðnir ófærir.  Farið verður að huga að mokstri þegar veðrið gengur niður sem ætti að verða um eða upp úr hádegi, þó er óvíst hvenær hægt verður að opna enda mikill laus snjór fyrir.

Ólíklegt er að hægt verði að moka þorpið fyrr en veður gengur niður.  Íbúar eru beðnir að leggja bílum ekki á götum í kvöld ef nokkur kostur er á öðru, það auðveldar og flýtir mjög fyrir snjómokstri að götur séu sem hreinastar.

Grenivíkurskóli og leikskólinn Krummafótur verða lokaðir á morgun 7. febrúar.

Björgunarsveitin er í viðbragðsstöðu.  Vinsamlegast hringið í 112 ef neyðarástand skapast og aðstoðar er þörf.

Íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja eru beðnir að huga að sínu svo sem kostur er miðað við framangreindar veðurupplýsingar.  Einnig að fylgjast með íbúasíðu Grýtubakkahrepps á Facebook, þar inn verða settar tilkynningar ef ástæða verður til.

Undirritaður verður við síma frá því snemma í fyrramálið ef eitthvað er, s. 894 4650.

Sveitarstjóri.