Vatnsskortur á Grenivík!

Vatnsbúskapur í Grenivíkurfjalli er með lakara móti núna.
Vatnsbúskapur í Grenivíkurfjalli er með lakara móti núna.

Óvenju mikil notkun er á köldu vatni á Grenivík þessa dagana á sama tíma og vatnsbólin eru ekki að skila hámarksrennsli.  Því hefur vatnsskortur gert vart við sig þegar kemur fram á miðjan dag.

Íbúar eru vinsamlegast beðnir að fara sparlega með kalda neysluvatnið og huga sérstaklega að því að ekki renni niður vatn að óþörfu.  Einnig eru menn beðnir að láta vita vakni grunur um leka eða bilanir í lagnakerfi.