Unnið við reiðvegi

Malað og jafnað
Malað og jafnað

Hestamannafélagið Þráinn vinnur nú við endurbætur á reiðvegum í hreppnum.  Verið er að mala, jafna og valta yfirborð.  Mikilvægt að allir sýni þessum framkvæmdum skilning til að vel takist til, Þráinn leggur í þetta fjármuni og vinnu.

Umferð vélknúinna ökutækja er bönnuð á reiðvegunum, vinsamlegast virðið það.  Þar á meðal eru dráttarvélar sem geta sporað illa.

Gangandi og hjólandi er heimilt að fara um á reiðvegum en ber að sýna ríðandi umferð fyllstu tillitssemi.  Vinsamlegast stöðvið tímanlega og stigið af reiðhjólum og bíðið meðan reiðmenn fara hjá.

Íbúar og aðrir eru beðnir að fara að reglum, með því eiga allir ánægjuleg not af reiðvegunum og slysahætta er lágmörkuð.