Tónlistarskóli Eyjafjarðar þrjátíu ára

Í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar var efnt til hátíðar á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. Tónlistarskólinn auk  Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla og Grenivíkurskóla stóðu að hátíðinni og höfðu kennarar og nemendur skólanna staðið að undirbúningi í nokkar vikur. Þema dagsins var Hernámsárin - tímabilið 1939-1945.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum tókst vel til.