Tónlistarskóli Eyjafjarðar heldur Mið- og framhaldstónleika í Laugarborg 12. mars

Mið- og framhaldstónleikar.

Fimmtudaginn 12.mars eru Mið- og framhaldstónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar haldnir í Laugarborg kl.20.00.

Á þessum tónleikum koma fram lengra komnir nemendur skólans. Efnisskráin er fjölbreytt en eins og oft áður eru píanistar áberandi. Á ferðinni eru bæði klassískur og rythmískur hljóðfæraleikur sem og söngur. Þar munu hljóma ólík verk allt frá þjóðlögum, tónsmíðum íslenskra  höfunda eins og Sveinbjörns Sveinbjörnssonar sem og verk erlendra höfunda á borð við Beethoven og Prokoffíef.

Verið velkomin aðgangur ókeypis.