- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Tjaldsvæðið á Grenivík er orðið yfirfullt og nokkuð komið á túnið við hliðina.
Hætt er við að reyni á innviðina s.s. snyrtingar og ruslagáma.
Vinsamlegast látið vita í afgreiðslu sundlaugar ef vantar pappír á snyrtingar. Einnig er bent á að snyrtingar eru opnar allan sólarhringinn niður við Útgerðarminjasafn/Gömlu bryggju.
Við þvottaplanið þar við hliðina er hægt að losa klóset húsbíla/hjólhýsa.
Ef ruslagámar á tjaldsvæði fyllast má setja í gámana upp við skólann, ofan innkeyrslu inn á tjaldsvæðið.
Leiksvæði er við skólann og leikvöllur við Túngötu, við hlið Grenilundar, á honum er hoppubelgur.
Vinsamlegast gangið fallega um og njótið dvalarinnar.
Velkomin til Grenivíkur.