Tilkynning til íbúa - viðbrögð við covid-19 veirunni

Íbúar vinsamlegast athugið;

Íbúar sem eru að koma erlendis frá, sérstaklega þeir sem koma frá skilgreindum hættusvæðum v. smithættu á covid-19 veirunni, eru vinsamlegast beðnir að koma ekki inn á Grenilund í tvær vikur eftir heimkomu.

Einnig eru íbúar beðnir að kynna sér leiðbeiningar um umgengni og hegðun á síðu landlæknis, þar er miklar upplýsingar að finna um veiruna.  Hlekkur á síðuna er hér.

Þá eru foreldrar beðnir að huga að velferð barna sinna, rétt að taka fram að til þessa hefur veiran ekki lagst þungt á börn.  Því er mikilvægt að ræða við börnin og róa þau.