Tilkynning frá Grenilundi

Ágæti íbúi og aðstandandi

Í ljósi þess að samkomubanni hefur að mestu verið aflétt í samfélaginu og smit í samfélaginu mjög fá hefur verið tekin sú ákvörðun að opna Grenilund fyrir heimsóknum frá og  með í dag 2. Júni 2020.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

 1. Ekki koma í heimsókn ef:
  1. a.       Þú ert í sóttkví
  2. b.      Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  3. c.       Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. d.      Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  5. Mjög mikilvæg er að hafa í huga að hjúkrunarheimili er heimili þeirra sem það búa og íbúar þeirra eru viðkvæmasti hópur samfélagsins. Til þess að virða rétt þeirra íbúa sem vilja takmarka samskipti við aðra sér til verndar, en jafnframt njóta þess að gera verið frammi í borðstofu og miðrýminu, eiga heimsóknargestir eingöngu að vera í heimsókn inn á herbergi íbúa.
  6. Í búar geta nú farið í göngu með sínum nánustu, bílferðir, heimsóknir, viðburði eða annað.
  7. Við hvetjum ykka til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningarappinu Rakning C-19

Mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVOD-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynslan hefur kennt okkur. Ef það gerist þurfa heimilin að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og takmarkana.

Munum að virða sóttvarnarráðstafanir í heimsóknum og hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.

Kær kveðja

Starfsfólk Grenilundar