Til hamingju Magnamenn! Áfram í Inkasso 2019

Frábær sigur hjá Gunnari og félögum! Mynd frá Magna.
Frábær sigur hjá Gunnari og félögum! Mynd frá Magna.

Magni gerði frækna för í Breiðholtið í dag og tókst hið ótrúlega, að bjarga sér frá falli á allra síðustu stundu.  Magni lagði ÍR með þremur mörkum gegn tveimur og heldur því sæti sínu í Inkasso-deildinni áfram á næsta ári.  Magni endaði stigi ofar en ÍR með 19 stig, lið Selfoss var þegar fallið.

Gunnar Örvar gerði tvö mörk fyrir Magna í fyrri hálfleik, en Sigurður Marinó sendi síðan ÍRinga niður í 2. deild með sigurmarkinu seint í síðari hálfleik.