Til aðstandenda, vina og allra íbúa Grýtubakkahrepps

Jólin er sá árstími sem við óskum þess að vera með okkar nánustu. Í ár verða jólin með breyttu sniði. Samráðshópur á vegum sóttvarnalæknis hefur lagt línurnar vegna jólahalds á hjúkrunarheimilum og við förum eftir þeim.

Heimsfaraldur COVID-19 hefur haft áhrif á líf okkar allra, regluleg samvera hefur farið úr skorðum og miklar hömlur hafa verið settar á öll samskipti. Hér hafa gilt ákveðnar heimsóknartakmarkanir frá byrjun faraldursins, mismiklar hverju sinni. Ávallt hefur markmiðið verið að verja íbúana okkar og reyna að hindra að smit berist inn á heimilin. Núna þegar bóluefnið er á næstu grösum er enn mikilvægara að sýna samstöðu og leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Alfarið er mælst gegn því að íbúar fari í boð til ættingja á þessum tíma, nema vegna mjög sérstakra kringumstæðna.

Í staðinn verða heimsóknir rýmri. Vel er hægt að njóta hátíðanna með ástvinum sínum í þessum aðstæðum þar sem það eru samskiptin sjálf sem skipta öllu máli. Við hvetjum ykkur til að njóta hverrar stundar með gleði og frið í hjarta. Gleðjumst yfir eins veirufríum jólum og hægt er og horfum með með bjartsýni til nýs árs með von um fleiri samverustundir á nýju ári. Njótið rafrænna samskipta sá sem kemur í heimsókn getur tengst öðrum ættingjum í gegnum netið. Þannig er hægt að skapa hátíðlega samverustundir með fleirum en heimsóknargestinum sjálfum.

Við vitum að margir eru einmana og eiga erfitt yfir hátíðarnar. Í ljósi aðstæðna munum við leggja okkur enn frekar fram um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að jólahátíðin verði sem hátíðlegust og notalegust fyrir íbúa okkar.

Heimsóknarreglur:
Tveir gestir hafa leyfi til að koma saman að heimsækja íbúa yfir hátiðarnar.
Aðeins nánustu aðstandendur mega koma (aldrei fleiri en samtals 4 úr aðstandenda hópnum, sem koma samtals yfir hátíðarnar. Mikilvægt að ættingjar hafi samráð sín á milli).
Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (ekki taugrímu)
Vinsamlegast hafið grímuna á allan tímann sem þið eruð í heimskókn
Vinsamlegast farið beint inn á herbergi íbúans og ekki spjalla við aðra á leiðinnni
Ekki koma ef:
þú ert í sóttkví, einangrun eða bíður eftir sýnatöku
Þú ert með flensulík einkenni
þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum

Við sendum öllum íbúum Grýtubakkahrepps, aðstandendum og vinum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsældar á komandi ári.
Kærar þakkir fyrir samstöðuna og gleðilega hátíð!
F.h Heimilis- og starfsfólks Grenilundar
Fjóla