Þröstur áfram sveitarstjóri

Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri
Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu Þrastar Friðfinnssonar sveitarstjóra til næstu fjögurra ára.  Sveitarstjórn var einhuga um að ráða Þröst áfram og sömuleiðis var hann fús til starfa, enda samstarfið gengið ljómandi vel.

Sveitarstjórn og sveitarstjóri munu í störfum sínum áfram hafa það meginmarkmið að halda vel utanum rekstur Grýtubakkahrepps, vinna að uppbyggingu samfélagsins og veita íbúum góða þjónustu.