Þorkell slökkviliðsstjóri

Þorkell Már Pálsson
Þorkell Már Pálsson

Þorkell Már Pálsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Grýtubakkahrepps frá áramótum að telja.  Þorkell hefur verið varaslökkviliðsstjóri og verður sú staða auglýst á næstu dögum.

Þorkell tekur við af Guðna Sigþórssyni sem lætur af störfum v. aldurs.  Við þökkum Guðna fyrir hans störf í þágu slökkviliðs og brunavarna.  Jafnframt bjóðum við Þorkel velkominn til starfa í þetta mikilvæga embætti og væntum góðs af hans störfum.