Sumar - sópun - plokk

Töluvert er af flugeldarusli og öðru smárusli, því nóg að plokka
Töluvert er af flugeldarusli og öðru smárusli, því nóg að plokka

Það tilheyrir sumarkomu að fegra og snyrta.  Vetur er nú á enda og þá förum við að taka til hendinni.

Áformað er að sópa götur 27. til 28. apríl, eða fimmtudag/föstudag í næstu viku.  Íbúar eru vinsamlegast beðnir að vera þá búnir að sópa plön og gangstéttar hjá sér þannig að allt verði fínt eftir því sem hægt er.

Síðan er Stóri plokkdagurinn 30. apríl, ef veður leyfir stefnum við á að allir leggist á eitt þann dag að tína rusl í þorpslandinu og víðar eftir atvikum.

Við reiknum með að sumarið verði dálítið undirlagt af framkvæmdum, en vonum að verktakar og íbúar sameinist um að ganga eins snyrtilega til verka og kostur er, þannig að hér sé ekki allt í drasli og sóðaskap.  Höldum stöðu Grenivíkur sem litla snyrtilega þorpið, þrátt fyrir uppbyggingartíma.

Gleðilegt sumar!