Stefán Hrafn ráðinn umsjónarmaður

Stefán Hrafn Stefánsson
Stefán Hrafn Stefánsson

Gengið hefur verið frá ráðningu Stefáns Hrafns Stefánssonar í stöðu umsjónarmanns fasteigna Grýtubakkahrepps og húsvarðar við Grenivíkurskóla, en staðan var auglýst á dögunum.  Stefán Hrafn er rafvirki að mennt og hefur undanfarin ár starfað hjá Ljósgjafanum á Akureyri.  Hann er kvæntur Hildi Björk Benediktsdóttur og eiga þau 4 börn.  Áætlað er að Stefán hefji störf um miðjan maí.

Við bjóðum Stefán Hrafn velkominn til starfa og væntum mikils af störfum hans fyrir sveitarfélagið.

Hermann Gunnar Jónsson sem gengt hefur starfinu mun fara að sækja sjóinn á ný í sumar, en við njótum hans góðu starfskrafta áfram út maí.

Einnig hefur í tvígang verið auglýst eftir umsjónarmanni Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis, en án árangurs til þessa.  Áfram verður unnið að því að manna það starf.