Stækkun hjá Pharmarctica

Pharmarctica er nú um þessar mundir að ljúka við aukningu hlutafjár til að geta stækkað framleiðsluaðstöðu félagsins. Tveir nýir hluthafar munu bætast í hluthafahóp Pharmarctica við þessar breytingar og eru það Kjálkanes ehf og Fjárfestingafélagið Fjörður ehf.

Unnið verður að því að fullhanna nýja húsnæðið næsta vetur og bundnar eru vonir við að bygging húsnæðisins geti hafist næsta vor. Stefnt er að því að húsnæðið verði um 710 fermetrar að grunnfleti og 910 fermetra gólfflötur.

Þetta kemur til með að vera gríðarleg bót á aðstöðu og ekki nokkur vafi að Pharmarctica kemur til með að halda áfram að eflast sem bæði lyfja og snyrtivöruframleiðandi og verður góður kostur fyrir vörumerkjaeigendur þegar litið er til bæði umhverfis- og gæðamála.