Sleppingar búfjár 2025

Landbúnaðar- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að upprekstrardagur sé miðaður við 10. júní. Þá leggur nefndin einnig til að heimilt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd og almenninga Grýtubakkahrepps 1. júní.

Eins og áður eru bændur eindregið hvattir til að gæta hófs við upprekstur og sleppingar, fylgjast með ástandi gróðurs og vega og láta vita sín á milli hvenær þeir hyggist fara með fé sitt, hvort heldur sem er til rekstrar eða keyrslu, svo ekki fari of margir á sama tíma.

Þá leggur nefndin til að leyfilegt verði að sleppa hrossum á afrétt frá og með 1. júlí og verða þau að vera komin af afrétt í síðasta lagi 31. ágúst.

Sveitarstjórn hefur staðfest framangreinda tillögu nefndarinnar.

Bændur og landeigendur eru sérstaklega hvattir til að huga að girðingum og eftir fremsta megni að gera þær fjárheldar, þannig að fé haldist þar sem því er ætlað að vera. Einnig að viðhalda girðingum áfram eftir því sem þörf er á, þannig að þjóðvegurinn haldist fjárlaus í sumar.

Sveitarstjóri.