Slepping sauðfjár

Látraströnd
Látraströnd

Sveitarstjórn hefur að tillögu umhverfis- og landbúnaðarnefndar, ákveðið að heimila sleppingu sauðfjár í ógirt heimalönd og á Látraströnd, þann 20. júní.

Óvíst er hvenær verður hægt að sleppa í Fjörður, sem og með sleppingu hrossa, verður það auglýst síðar.

Allt er mjög seint á ferðinni núna og girðingar enn víða á kafi og mikið skemmdar.  Þetta ástamd reynir á bændur sem sitja fastir með fé á túnum lengur en þægilegt er.  Einnig verða allir að leggjast á eitt og sýna þolinmæði og tillitssemi.  Það er engin óskastaða sem við erum í, en bændur eru að hamast við girðingarviðgerðir.

Mikilvægt er að allir leggist á eitt við að halda fé þar sem það má vera, og fari varlega á vegunum.

Í leiðinni er rétt að segja frá því að í sumar er stefnt að því að girða ofan vegar frá Fnjóská inn að Víkurskarði.  Við horfum því bjarsýn fram á veg þó reyni á um stund.