Skólastjóra vantar við Grenivíkurskóla

Grýtubakkahreppur auglýsir eftir skólastjóra við Grenivíkurskóla.

Ásta Fönn Flosadóttir skólastjóri hefur sagt starfi sínu lausu og kemur ekki til starfa á ný 1. ágúst n.k. eins og vænst var, en Ásta hefur verið í námsleyfi frá 1. ágúst 2020.

Ásta tók við starfi skólastjóra Grenivíkurskóla 1. ágúst 2008. Í bókun sveitarstjórnar segir meðal annars að á hennar starfstíma hafi Grenivíkurskóli þróast áfram með jákvæðum hætti, starfið verið faglegt og skólabragur allur til fyrirmyndar.

Ásta ber hag nemenda mjög fyrir brjósti og er afar umhugað um velferð þeirra.  Sveitarstjórn færir Ástu alúðarþakkir fyrir hennar störf og óskar henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Hér neðan við er að finna auglýsingu um stöðu skólastjóra.

Auglýsing