Síðasti heimaleikur Magna - allir á völlinn!

Ekki verra að hafa fulla stúku í mikilvægum leikjum, mynd frá Magna.
Ekki verra að hafa fulla stúku í mikilvægum leikjum, mynd frá Magna.

Á morgun laugardag leikur Magni síðasta heimaleikinn í Inkasso deildinni í sumar, þegar Fram kemur í heimsókn.  Leikurinn hefst kl. 14:00.

það hefur verið á brattann að sækja í sumar en með góðum stuðningi á Magni enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.  Allir á völlinn!