Seinni íbúðin afhent - opið hús

Trégrip ehf. hefur nú lokið við seinni íbúðina að Höfðagötu 2 og verður hún afhent sveitarfélaginu á morgun, föstudag, kl. 17;00.  Af því tilefni er öllum boðið að líta inn og skoða íbúðina að Höfðagötu 2b á morgun, föstudaginn 4. mars, milli kl. 17;00 og 19;00.

Þar sem þetta er aðeins auglýst á netinu og með frekar litlum fyrirvara, væri ágætt að íbúar deili þessu áfram sín á milli.  Allir velkomnir.