Seinni íbúð við Höfðagötu 2 afhent

Trégrip ehf. hefur nú lokið við seinni íbúðina í parhúsinu við Höfðagötu 2. Í tilefni þess var opið hús á föstudaginn og fólki boðið að koma og skoða þessa nýju íbúð en hún er af sömu stærð og hin og er spegilmynd hennar. Fjölmargir litu við og voru menn ánægðir með árangurinn og íbúðin bæði björt og falleg. Benedikt Sveinsson byggingameistari afhenti Þresti Friðfinnssyni sveitarstjóra lyklana að íbúðinni á föstudaginn en það er töluvert fyrr en áætlað var því skv. verksamningi átti að afhenda íbúðirnar fyrir lok mars. Fleiri myndirhér.