Samráðsvettvangur atvinnulífs á Norðurlandi eystra

SSNE vinnur nú að því að koma á fót samráðsvettvangi atvinnulífs á Norðurlandi eystra.

Tilgangur vettvangsins er að koma á virku samtali milli atvinnulífs á svæðinu og SSNE, jafnframt verður vettvangurinn nýttur til að miðla upplýsingum og tækifærum sem snúa að svæðinu.

Fundirnir verða haldnir í fjarfundi til að jafna aðgengi allra og er stefnt að fyrsta fundi í byrjun apríl.

Öllum er frjáls að skrá sig til leiks hér.