Rýmkaðar heimsóknarreglur á Grenilundi

Nú höldum við áfram með tilslakanir á heimsóknarbanni á Grenilundi. En frá og með deginum í dag geta fleiri farið að heimsækja íbúa Grenilundar en samt bara einn í einu. Í næstu viku verða enn frekari tilslakanir. Þá mega koma inn yngri, en 14 ára en hingað til hefur það ekki verið.  Þann 1. júni er svo reiknað með að öll starfssemi verði komin í eðlilegt horf og heimilið opið fyrir alla heimsóknargesti.

Bréf til aðstandenda með nýjum heimsóknarreglum er að finna hér.

En og aftur vil ég minna á að við verðum að verja okkar viðkvæma  hóp, þessi reynsla hefur kennt okkur ýmislegt og að öllum líkindum breytt okkar hegðun. Við förum eftir sáttmála Víðis og þvoum okkur reglulega um hendur pössum snertifleti og hugsum um smitleiðir. Förum ekki í heimsókn á Grenilund ef við finnum fyrir flensueinkennum.

Förum varlega verum góð hvort við annað, njótum sumarsins og hlúum að eldri ættingjum.

Forstöðumaður