Ruslhreinsun

Ruslahreinsun 2016

Miðvikudaginn 25. maí fer fram ruslahreinsun í Grýtubakkahreppi.  Hafist verður handa kl. 19:30 hjá Jónsabúð, þar sem ruslapokar verða afhentir.  Þeir sem vilja láta fjarlægja stóra hluti geta haft samband við áhaldahús í síma 414-5430.  Miðað er við að hámarki einn vagn.
Íbúar í sveitinni geta sett rusl við heimreið sína, verður það fjarlægt á föstudag.
Boðið verður í kaffi og veitingar á Kontornum á eftir.

Verkstjóri