Reglur um afslátt af fasteignaskatti

Sveitarstjórn afgreiddi á fundi sínum í gær, uppfærðar reglur um afslátt af fasteignaskatti fyrir aldraða og öryrkja með lágar tekjur.  Veruleg hækkun er á tekjuviðmiðum frá því sem var og er það von sveitarstjórnar að afslátturinn komi þeim til góða sem helst þurfa.

Sótt er um afsláttinn eftir að skattframtali hefur verið skilað og þarf að senda staðfest afrit af framtali með umsókn.  Frestur til að sækja um afsláttinn er til 31. ágúst 2023.

Reglurnar er að finna hér.