Ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga

Ágúst Hrafn Guðjónsson, Katla Eyfjörð Þorgeirsdóttir, Rakel Ýr Ingibjargardóttir og Ari Logi Bjarnas…
Ágúst Hrafn Guðjónsson, Katla Eyfjörð Þorgeirsdóttir, Rakel Ýr Ingibjargardóttir og Ari Logi Bjarnason.

Þann 5. desember s.l. var haldin í Reykjavík ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga.

Á ráðstefnunni hittust ungmennaráð frá flestum sveitarfélögum landsins og fengu fræðslu um sveitarfélögin, ungmennaráðin og tilgang þeirra. Vinnustofa var seinnihluta þingsins þar sem ungmennin báru saman bækur sínar og lærðu af hvert öðru. Rætt var um hvernig verkefnum ungt fólk hefur ýtt af stað og hvernig bera eigi sig að í samskiptum við sveitarstjórnir.

Starfsmenn ungmennaráða fengu sömuleiðis tækifæri til að bera sama bækur sínar og læra hvert af öðru.

Fjögur ungmenni úr ungmennaráði Grýtubakkahrepps sóttu ráðstefnuna.  Einnig heimsóttu ungmennin Grindavík og fengu leiðsögn um svæðið með Slökkviliði Grindavíkur.  Heimsóknin var fræðandi og áhrifamikil, ungmennin spurðu mikið og urðu margs vísari. 

Suðurferðin gekk vel og stóðu unglingarnir okkar sig með mikilli prýði.

Fjölmenni sótti ráðstefnuna.

Hrikalegar aðstæður í Grindavík.